Dwayne neitar að gefa frá sér titilinn

Dwayne Johnson verður alltaf kynþokkafyllsti maður heims, samkvæmt honum sjálfum.
Dwayne Johnson verður alltaf kynþokkafyllsti maður heims, samkvæmt honum sjálfum. AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Á hverju ári velur People Magazine kynþokkafyllsta mann ársins og Dwayne Johnson elskar þann titil. Hann var valinn kynþokkafyllsti maður í heimi árið 2016 og nú, fimm árum seinna, neitar hann að gefa frá sér titilinn. Dwayne lét hafa eftir sér að það skipti engu máli hvern People léti á forsíðu blaðsins því hann myndi alltaf vera sá kynþokkafyllsti. 
Hann hefur á hverju ári látið fyndin „tvít“ frá sér þar sem hann óskar nýjum titilhafa til hamingju. 
Árið 2017, nokkrum dögum áður en hann krýndi arftaka sinn, sagði hann: „Let's all just take a moment to recognize People's Sexiest Man Alive will always be the 6'5 260lbs of tattooed brown eyed soul.“
Dwayne er sexí, það getur enginn neitað því, en hver það verður sem tekur titilinn í ár verður spennandi að sjá.
Ég bíð spennt!
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir