Bill Gates fagnaði afmælinu með stæl

Bill Gates hélt heljarinnar veislu í miðjarðarhafinu til að fagna …
Bill Gates hélt heljarinnar veislu í miðjarðarhafinu til að fagna 66 ára afmælinu sínu. Flutti hann meðal annars gestina sína með þyrlu úr snekkju. HERWIG PRAMMER

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Bill Gates fagnaði 66 ára afmælinu sínu eins og milljarðamæringar gera. Hann hélt heljarinnar 50 manna veislu í miðjarðarhafinu, eða við strendur Tyrklands. Á meðal gesta var annar milljarðamæringur, Jeff Bezos sem stofnaði Amazon. Bill sem er einn ríkasti maður í heimi flutti alla gestina sína með þyrlu úr snekkju sem hann leigði á 2 milljón dollara, yfir á lúxussvæði þar sem veislan hélt áfram. Þeir starfsmenn sem unnu í veislunni var bannað að vera með síma á sér og þurftu að skrifa undir þagnaðareið.

Samkvæmt fréttum bauð Billi upp á sjávarrétti, sushi, pizzu og fullt af kampavíni. Hvað ætli hann hafi fengið í afmælisgjöf? Ég meina, maðurinn á allt í heiminum og getur keypt sér allt í heiminum.

Ég gæti trúað að hann hafi afþakkað gjafir og beðið frekar um að fólk gæfi í góðgerðarsamtökin sem hann á. Bill er einhleypur eftir að hafa skilið við eiginkonu sína í maí síðastliðnum.

Spurning hvort að hann verði komin með nýja konu bráðum, eða láti sér nægja að synda einn í peningasundlauginni sinni?

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir