Leiddust í rússíbana

Kim Kardashian og Pete Davidson leiddust í rússíbana um helgina. …
Kim Kardashian og Pete Davidson leiddust í rússíbana um helgina. Þau hafa lengi þekkst en léku einnig saman í skets hjá SNL, þar sem þau voru í gervi Aladdín og Jasmín. Skjáskot af Instagram/People/Nbcsnl

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Jahérna, ólíklegasta par, ef par má kalla, birtist beint fyrir framan andlitið á mér á instagram á sunnudaginn. Mynd af Pete Davidson og Kim Kardashian haldast í hendur í rússíbana.

Ég viðurkenni, ég átti ekki von á þessu. TMZ birti myndir og myndbönd af Kim og hóp af fólki saman í skemmtigarði, og voru Kourtney og Travis þar á meðal. Kim reyndi að láta lítið fyrir sér fara, en þegar þú ert Kim Kardashian, þá ertu löngu hætt að geta laumað þér inn á meðal almennings.

Samkvæmt heimildarmönnum – ég elska heimildamenn – þá hafa Kim og Pete þekkst í mörg ár, og léku m.a. saman á móti hvort öðru í skets sem birtist í SNL þættinum sem Kim stýrði fyrir stuttu. Þau eiga víst mikið af sameiginlegum vinum og eru víst ekki í neinu ástarsambandi.

Mögulega var þessi mynd af þeim leiðast tekin í hita leiksins, þegar þau voru bæði að pissa á sig af hræðslu í rússíbananum.

Pete hefur verið í sambandi við margar af heitustu konunum í Holly, þar á meðal Ariönu Grande, Kate Beckingsale, Cazzie David og Kaia Gerber. Kannski endar hann svo bara í sleik við Kim ... hver veit?

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

View this post on Instagram

A post shared by TMZ (@tmz_tv)

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir