Náttúru-broskall sem dreifir gleði

Broskall nokkur kemur alltaf í ljós þegar haustar í skógi …
Broskall nokkur kemur alltaf í ljós þegar haustar í skógi í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Skjáskot af instagram

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt segir skáldið og það er engum blöðum um það að fletta að bros getur veitt heilmikla hlýju og gleði.

Á hverju hausti má sjá glitta í ofur krúttlegan broskall í skógi í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Broskallinn var hannaður árið 2011 og kemur alltaf fram þegar það byrjar að hausta á svæðinu. Broskallinn er gerður úr laufum, þinvið og lerkivið sem er plantað í skóginn og myndar gylltan lit á haustinn. Þeir sem eiga leið milli bæjanna Grand Ronde og Willamina geta séð broskallinn bæði á gönguleiðum og frá hraðbrautinni.

Tilgangur þessa fallega náttúrulistaverks var einfaldlega að hafa gaman og dreifa gleðinni. Krúttlegt og skemmtilegt!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir