Opnaði sig um húðvandamálin

Skjáskot úr Story á Instagram.

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Love Island-stjarnan Millie Court opnaði sig á instagram um húðvandamál sem hún hefur verið að glíma við síðasta árið. Árið 2020 steyptist hún út í bólum í andlitinu og eftir miklar rannsóknir hjá læknum kom í ljós að það var lykkjunni að kenna og hormónaójafnvægi út af henni.

Millie sýndi mikið hugrekki og sýndi myndir af sér þegar húðin var sem verst, og sagði að það væri galið að hún væri að sýna myndir þar sem henni leið svona illa. En hún sagði að það væri ekki að ástæðulausu að hún væri að sýna húðina, því ef þetta hjálpaði einhverjum þá væri takmarkinu náð. Hún ákvað að tækla bólurnar á óhefðbundinn hátt og fór ekki á sterk steralyf sem oft er gripið til þegar svona sýking í húð kemur upp. Hún fór að taka inn remedíur og hugsaði extra vel um það hvaða húðvörur hún notaði.

Millie er ótrúlega falleg og virðist vera týpan sem maður horfir á á instagram og hugsar: „Vá hún er fullkomin,“ þannig að mér finnst þetta vera geggjað hjá henni að opna sig um þetta vandamál.

Millie segir að það hafi tekið um sex mánuði að byrja að sjá árangur en um heilt ár fyrir húðina að hreinsast alveg. Hún endaði á að henda hvatningarorðum til þeirra sem eru að ganga í gegnum það sama, því svona bóluvandamál geta lagst djúpt á sálina hjá fólki. 


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir