Fór holu í höggi í tæka tíð fyrir 100 ára afmælisdaginn

Hinn 99 ára gamli Hugo Brown fór holu í höggi …
Hinn 99 ára gamli Hugo Brown fór holu í höggi aðeins tveimur mánuðum fyrir 100 ára afmælisdaginn sinn. Skjáskot úr myndskeiði/Facebook

Hinn 99 ára gamli Hugo Brown kemur frá Ástralíu og hefur mikið dálæti á golfi. Hann hefur aldrei litið á sig sem neinn afreksmann en þykir þó virkilega gott að komast á völlinn í góðum félagsskap enda hressandi útivera. Brown upplifði hálfgert kraftaverk nú á dögunum þegar hann sló boltann sinn á fimmtu holu á velli í Queensland, Ástralíu.

Hann sá fólk í fjarska veifa höndum ákaft og kalla á hann og í fyrstu hélt hann að fólkið væri eitthvað reitt við sig. Það var hins vegar alls ekki málið þar sem Brown hafði farið holu í höggi í fyrsta skipti frá árinu 1961.

Líkur á því að fara holu í höggi eru ansi litlar og má svo sannarlega segja að Brown hafi ekki verið að búast við þessu. Honum tókst þetta magnaða afrek líka í tæka tíð fyrir 100 ára afmælisdaginn sinn sem er eftir 2 mánuði.

Í tilefni af þessu keypti Brown drykki fyrir golf félaga sína en lengi hefur sú hefð verið ríkjandi að sá sem fer holu í höggi býður hópnum sínum upp á drykk. Hópur Brown kallar sig „Old and Bold“ eða „Gamlir og Frakkir“ og spila þeir golf saman þrisvar í viku.

Ekkert smá öflugur hópur hér á ferð og við óskum herra Brown innilega til hamingju með holu í höggi og væntanlega 100 ára tilveru!

CNN.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir