Björguðu lífi skjaldböku

Tveir öflugir menn björguðu skjaldböku á dögunum.
Tveir öflugir menn björguðu skjaldböku á dögunum. Skjáskot

Tveir ástralskir og öflugir menn sýndu mikla hetjudáð nú á dögunum þegar þeir sáu sjávar skjaldböku í vanda. Voru þetta ævintýramaðurinn Brodie Moss og vinur hans en þeir voru staddir út á sjó að sigla og sáu glitta í skjaldböku sem lá hreyfingarlaus á hvolfi á einni strönd nálægt þeim.

Þeir voru fljótir að hugsa og sigldu beint til hennar, stukku út úr bátnum og hlupu að henni. Það getur verið hættulegt fyrir skjaldbökur að fá of mikla sól og ofhitna ef þær liggja á hvolfi en félögunum tókst að snúa henni við og hægt og rólega fór hún að skríða í átt að sjónum.

Á endanum tókst þessari sætu skjaldböku að komast út í sjó að fljóta og njóta. Allt er gott sem endar vel!
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir