Stútfullt af drottningum

Helgarútgáfan verður með marga góða gesti á laugardagsmorgun en meðal …
Helgarútgáfan verður með marga góða gesti á laugardagsmorgun en meðal gesta eru Linda Pétursdóttir, Eva Ruza og Manuela Ósk. Samsett ljósmynd

Helgarútgáfan verður í beinni frá Sport og Grill í Smáralind á slaginu 09:00 og verður þátturinn stútfullur af drottningum og góðum gestum.

Þau Einar Bárða, Anna Magga og Yngvi Eysteins munu slá á þráðinn til Manuelu sem er stödd úti í Ameríku og heyra hvernig undirbúningur fyrir stóru Miss Universe-keppnina gengur og hvort hún sé búin að versla yfir sig í Target. 

Næsta drottning er engin önnur en Eva Ruza, sjálf Halloween drottningin sem er þekkt fyrir að fara „all in“ þegar kemur að Halloween. 

Siggi frá Sahara kíkir í þáttinn og ætlar að fræða hlustendur um nethegðun fólks þegar kemur að netverslun og Herra Hnetusmjör kemur og ræðir um væntanlega tónleika sína með hljómsveit og annað kvöld í Háskólabíói.

Lára Ómars, fréttadrottning með meiru segir frá nýja laginu Þá sé ég þig og Linda Péturs mætir á svæðið og tekur persónuleikapróf Helgarútgáfunnar! 

 Fylgstu með á K100, á morgun, laugardag, á milli 9:00 og 12:00.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir