Bósi Ljósár snýr aftur á skjáinn

Bósi er flottur í væntanlegu teiknimyndinni Lightyear en Chris Evans …
Bósi er flottur í væntanlegu teiknimyndinni Lightyear en Chris Evans mun tala fyrir Bósa í myndinni. Skjáskot

Bósi Ljósár snýr aftur í væntanlegri tölvuteiknaðri kvikmynd frá Disney og Pixar á næsta ári en glæný og rosaleg stikla hefur nú litið dagsins ljós. Bósi ljósár er þekktur sem einn af aðalpersónum Leikfangasögu-teiknimyndanna (Toy Story) og mun myndin bera nafnið Lightyear en kappinn heitir á ensku Buzz Lightyear.

Enginn annar en Chris Evans sem er meðal annars þekktastur fyrir að fara með hlutverk Captain America í Avengers kvikmyndunum, mun tala fyrir Bósa í myndinni.

Sjá má stiklu fyrir Lightyear hér: 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir