Verða í banastuði í Smáralindinni

Helgarútgáfan verður í Smáralindinni á milli 16-18 í dag.
Helgarútgáfan verður í Smáralindinni á milli 16-18 í dag.

„Við verðum í banastuði í Smáralindinni á eftir,“ segir Einar Bárðarson, einn af þáttastjórnendum Helgarútgáfunnar en þátturinn, með þeim Önnu Margréti, Yngva Eysteins og Einari verður í beinni á K100 frá Smáralind á eftir á milli 16-18 þar sem í kvöld verður miðnæturopnun. Munu margir áhugaverðir gestir mæta í þáttinn.

„Til okkar koma meðal annarra Freyja Leópoldsdóttir sem er markaðstjóri S4S og segir okkur frá nýrri Steinar Waage verslun sem er að opna í dag.

„Jón Gunnar Geirdal, kemur og við ætlum að tala um alla þessa bíóvelgengni þessa dagana, íslenskar bíómyndir að slá í gegn útum allt og á Íslandi líka, segir Einar. 

Þá fá þau gómsæta heimsókn frá sætum syndum og fleiri frábæra gesti.

Fylgstu með á K100 og K100.is.

Það verður miðnæturopnun í Smáralind í dag.
Það verður miðnæturopnun í Smáralind í dag. mbl.is/Eggert

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir