Svissuðu prófílmyndunum sínum

Cardi B. og Penn Badgley eru orðnir perluvinir.
Cardi B. og Penn Badgley eru orðnir perluvinir. AFP

Ólíklegasta vinasamband sem ég hef heyrt um hefur þróast í „Holly“, en það eru engin önnur en Cardi B. og Penn Badgley sem hefur gert garðinn frægan í Gossip Girl og nú sem Joe í þáttunum „You“.

Vináttusambandið byrjaði þannig að Cardi B. sá viðtal við Penn, þar sem hann lofsamaði Cardi fyrir að eiga í mjög svo hreinskilnu og opnu sambandi við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum, og það væri lykilatriði í því afhverju hún væri jafn elskuð af fylgjendum sínum og raunin er. Cardi B. deildi þessu viðtali á Twitter og skrifaði : „Guð minn góður!! Hann veit hver ég er! Yo, ég er fræg!“ Greinilega mjög spennt yfir því að Penn vissi hver hún væri ... sem mér finnst vera krúttlegt.

Penn svaraði um hæl og sagði einfaldlega „Ég.....“ – þar sem hann var eiginlega orðlaus.

Haldið ykkur nú fast. Stuttu seinna skiptu þau um prófíl myndir á Twitter. Cardi setti Penn hjá sér og Penn setti Cardi í prófíl mynd hjá sér.

Hahahaha, ég viðurkenni að ég sá ekki fyrir mér þennan vinskap, en ég er spennt fyrir honum. Cardi heldur svo áfram og hefur komið með hugmynd að upphafi á 4 þáttaröðinni af „You“, sem er ekki komin í framleiðslu.

Cardi sér þetta svona fyrir sér: „Í fyrsta þætti er ég að loka tískuvikunni í París, sný mér við og þar stendur þú ( s.s Joe). Klárið þetta svo Netflix“

Netflix gripu þetta á loft og hafa nú sett af stað undirskriftalistarlista á Twitter um það hvort Cardi eigi að fá að koma inn sem gestahlutverk í „You“.

Ég er að elska þetta!!!
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir