Fjögur ráð til að komast í gegnum lífið – frá sex ára börnum

Börn geta verið snillingar.
Börn geta verið snillingar. Ljósmynd/Colourbox

Börn búa gjarnan yfir skemmtilegri lífsspeki og geta stöðugt verið að sýna okkur nýjar hliðar. Þau eiga það til að vera sama um hvað öðrum finnst, leyfa sér að vera samkvæm sjálfum sér og búa yfir mikilli einlægni. Kennari í fyrsta bekk í grunnskóla í Bandaríkjunum bað nemendur sína að búa til eigin lífsmöntrur sem gætu hjálpað þeim í gegnum lífið og deila með bekknum. Svörin voru algjörlega dásamleg og fyndin en hér eru nokkur dæmi um þau:

  • JJ  „Vertu bara vinur þeirra sem þig langar að vera vinur.“ Mikilvægt og nokkuð sem flestir læra síðar á lífsleiðinni!
  • Jack  „Þú ert kannski skammaður en stundum ertu ekki að gera neitt af þér.“ Þetta getur svo sannarlega átt við!
  • Lola  „Þú getur ekki synt í vaski en baðkar er bara stór vaskur.“ Góður punktur! Kennarinn segist halda hér að Lola sé að tala um sjónarhorn – þar sem lítið skref fyrir einn getur verið risastórt skref fyrir annan.
  • Emma  „Fólk sem talar ekki getur samt haft eitthvað að segja.“ Að sögn kennarans er Emma mjög þögul en hefur öðlast meira sjálfsöryggi á undanförnum mánuðum. Þetta er nefnilega hárrétt hjá Emmu og oft getur verið mikilvægt að gefa fólki rými til að tjá sig þótt það sé ekki gólandi.
  • Zahra  „Sumir hlutir eru kúl en sumir hlutir eru ekki kúl.“ Svo satt, Zahra, og mikilvægt að hafa þetta í huga í gegnum lífið!

Frétt af Upworthy.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir