Hringdi í lögregluna með mjög sérstaka beiðni

Þetta hefur án vafa verið eitt sætasta símtal sem lögreglan …
Þetta hefur án vafa verið eitt sætasta símtal sem lögreglan í Nýja sjálandi hefur fengið. Skjáskot úr myndskeiði

Börn búa yfir ómetanlegri einlægni sem getur svo sannarlega verið alveg ótrúlega krúttleg. Fjögurra ára drengur á Nýja-Sjálandi sýndi sína einlægustu hlið á dögunum þegar hann hringdi á neyðarlínuna með beiðni til lögreglu sem honum þótti mjög mikilvæg.

Hann langaði nefnilega mikið til þess að sýna lögreglunni flottu leikföngin sín. Faðir drengsins hringdi beint aftur í lögregluna til að biðjast afsökunar á símtali sonar síns en blessunarlega tók lögreglan mjög vel í þetta ofurkrúttlega símtal og sendi lögregluþjón í heimsókn á heimili drengsins til að fá að skoða þessi skemmtilegu leikföng.

Umræddur lögregluþjónn heitir Kurt og sagði heimsóknina hafa verið mjög skemmtilega. Hann staðfesti einnig að leikföngin hefðu verið ansi flott!

Frétt af Tanks Good News.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir