Camilla er á leið í húsmæðraorlof

Camilla Rut ætlar í húsmæðraorlof um helgina.
Camilla Rut ætlar í húsmæðraorlof um helgina. Skjáskot/Instagram-síða Camillu

Camilla Rut, áhrifavaldur og athafnakona, ætlar að skella sér í svokallað húsmæðraorlof um næstu helgi. Er umrætt frí í boði eiginmanns hennar og ætlar hún að njóta hrekkjavökuhelgarinnar í botn á hótelum með vinkonu sinni.

„Ég bað ekki einu sinni um þetta. Ég er búin að vera að vinna ógeðslega mikið og það hefur verið mikið í gangi heima og ég er búin að vera að sinna öllu, halda öllum boltum uppi. Svo kemur maðurinn minn til mín um daginn og segir: „Veistu hvað. Ég er búin að bóka fyrir þig eitt hótel í Hveragerði á föstudagskvöldinu og annað í Reykjavík og besta vinkona þín ætlar að fara með þér. Bara njóttu vel,““ segir Camilla Rut en hún ræddi um húsmæðraorlof í morgunþættinum Ísland vaknar í gær.

Var fríið nokkuð umdeilt í þættinum en Jón Axel, einn af stjórnendum Ísland vaknar, hefur ekki farið leynt með skoðun sína á húsmæðraorlofi, sem hann segir ónauðsynlegt, og er Camilla hjartanlega ósammála.

Hlustaðu á heitar umræður Camillu, Jóns Axels og Ellýjar Ármanns um húsmæðraorlof í Ísland vaknar í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir