Reyndi að syngja íslenskt lag án árangurs

Ihar Beliauski, sem talar finnsku reiprennandi, átti í miklum vandræðum …
Ihar Beliauski, sem talar finnsku reiprennandi, átti í miklum vandræðum með að syngja textann við Rólegur kúreki. Skjáskot af TikTok

Hvít-rússneska og finnska TikTok stjarnan Ihar Beliauski deildi í gær myndbandi af sér að reyna að syngja lagið Rólegur kúreki með söngkonunni Bríeti. Segir hann lagið vera uppáhalds íslenska lagið hans.

Það má deila um það hvort honum hafi tekist vel til með tungumálið en hann byrjar einmitt á að skrifa við færsluna „Og ég hélt að finnska væri erfið!“ – en Beliauski, sem er mikill tungumálaunnandi, lærði einmitt að tala finnsku reiprennandi og talar helst það tungumál á miðlum sínum.

Stoppar Beliauski meðal annars við bókstafinn „ð“ í myndbandinum sem hann hefur ekki hugmynd um hvernig hann á að bera fram. 

Sjáðu myndbandið af Beliauski að reyna við íslenskuna í Rólegur kúreki hér að neðan.

mbl.is

#taktubetrimyndir