„Orðið stærra hjá krökkunum heldur en jólin“

Hin hryllilega Þollóweenvika er formlega hafin í Þorlákshöfn.
Hin hryllilega Þollóweenvika er formlega hafin í Þorlákshöfn.

Þollóween, hrekkjavökuhátíð Þorlákshafnar hófst formlega í dag, mánudag en mikið af hrollvekjandi og skemmtilegum viðburðum verða í boði í þorpinu út alla vikuna.

Er þetta í fjórða skipti sem Þollóween er haldið í Þorlákshöfn og segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, einn af skipuleggjendum skammdegishátíðarinnar, að hátíðin hafi aldrei verið stærri og jafn mikill metnaður lagður í hana. Hún ræddi um hátíðina við Helgarútgáfuna um helgina.

„Þetta er orðið stærra hjá krökkunum heldur en jólin. Þau telja niður í Þollóween, um leið og þau koma í skólann. Sumarfríið klárast og þá er næst á dagskrá Þollóween. Og þau eru bara byrjuð að telja niður,“ sagði Ása og bætir við að skólinn taki virkan þátt í hátíðinni. 

„Þau eru svo spennt, það er æðislegt að sjá. Alveg niður í leikskólann,“ sagði Ása. 

Hún vill hvetja alla til að gera sér ferð á Þorlákshöfn og kíkja á viðburði hátíðarinnar en allir viðburðir á vegum Þollóween eru öllum opnir en hér má sjá dagskrá hátíðarinnar. 

 Hlustaðu á Ásu ræða um Þollóween í spilaranum hér að neðan.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir