Kardashian og Barker gagnrýnd fyrir val á hrekkjavökubúningum

„Þar ti dauðinn aðskilur okkur,“ skrifar Kourtney við myndirnar á …
„Þar ti dauðinn aðskilur okkur,“ skrifar Kourtney við myndirnar á instagram. Skjáskot af Instagram

Kourtney Kardashian og Travis Barker hafa fengið mikla gagnrýni á sig frá aðdáendum sínum fyrir val á Halloween-búningum, en þau ákváðu að vera pönkrokkarinn Sid Vicious og Nancy Spungen. Sid og Nancy áttu í gríðarlega ofbeldisfullu ástarsambandi, þar sem Sid beitti Nancy miklu ofbeldi. Harmsaga þeirra endaði með því að Nancy fannst látin á baðherbergisgólfinu í íbúð þeirra með stungusár á kvið árið 1978. Sid var ákærður fyrir morðið á henni en lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af heróíni árið 1979 áður en málið fór fyrir rétt.

Aðdáendum Kourtney og Travis finnst þau hafa gengið of langt með því að rómantísera samband þeirra Sid og Nancy með að vera þau í ljósi ofbeldissögunnar.

 Árið 2015 þurfti raunveruleikastjarnan Lisa Rinna að biðjast afsökunar á búningum sem hún og eiginmaður hennar klæddust, en það voru einnig Sid og Nancy. Reyndar var Harry eiginmaður Lisu í bol með hakarkrossinum á, en Sid klæddist sambærilegum bol árið 1975. Lisa og Harry fengu einnig mikla gagnrýni fyrir að vera unga parið af sömu ástæðu og Travis og Kourtney.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir