Segir draug hafa tekið ólina af hundinum

Dularfullt atvik á heimili hundaeiganda hefur farið sem eldur um …
Dularfullt atvik á heimili hundaeiganda hefur farið sem eldur um sinu á internetinu síðustu daga en yfir 15 milljónir hafa horft á myndbandið. Skjáskot

Myndband á TikTok sem eigandi tveggja hunda deildi á samfélagsmiðlinum hefur farið sem eldur um sinu á internetinu síðustu daga en yfir 15 milljónir hafa séð myndbandið sem var deilt á TikTok í vikunni. Hafa einhverjir notendur Tiktok orð á því að myndbandið sé mest sannfærandi draugamyndband sem þeir hafi séð.

Er um að ræða myndband af tveimur hundum í búri sem eru bersýnilega órólegir og gelta í sífellu. Þar til þeir þagna báðir skyndilega og annar hundurinn, sá svarti, bakkar og stekkur aftur á bak í búrinu eins og hann sé að flýja frá einhverju rétt áður en ólinni virðist smellt af hundinum.

Eigandinn sem er með tiktokaðganginn shannyfantg segir í texta við myndbandið að draugur hafi tekið ólina af hundinum en myndbandið furðulega má sjá hér að neðan.


 

mbl.is

#taktubetrimyndir