Körfuboltastrætó slær í gegn

The Hoop Bus er alvöru körfuboltastrætó sem hefur slegið í …
The Hoop Bus er alvöru körfuboltastrætó sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. Skjáskot af myndskeiði á instagram

The Hoop Bus er eins konar körfuboltastrætó sem hefur algjörlega slegið í gegn í Bandaríkjunum. Þessi glæsilegi strætó skartar körfu á framhliðinni sem nýtist vel fyrir körfuboltaleiki en strætóinn stoppar á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum, í ólíkum ríkjum og hverfum, og býður íbúum að taka þátt í hópeflandi körfuboltaleik.

Upphaflega snerist framtakið um að dreifa körfuboltaástinni en fljótlega fór strætóinn að þróast í góðgerðarfélag á hjólum sem dreifir von og umhyggju í gegnum ýmis verkefni. Á síðastliðnu ári hefur körfuboltastrætóinn heimsótt 31 ríki, ferðast 12 þúsund mílur, byggt sjö körfuboltavelli, stutt við Black Lives Matter og gefið yfir 1.000 körfubolta og 1.000 skópör. Markmið strætóverkefnisins er nú að endurnýja að minnsta kosti einn körfuboltavöll í hverju einsta ríki í Bandaríkjunum og setja af stað fleiri svipaða strætóa víðs vegar um heiminn. Þá vilja þeir sérstaklega styðja við samfélög sem lifa við erfiðari skilyrði en önnur og ætla sér að halda áfram að deila skilyrðislausri ást út í heiminn í gegnum körfubolta. Þetta er ekkert smá öflugt framtak og einfaldlega tær snilld!

View this post on Instagram

A post shared by Upworthy (@upworthy)


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir