Segir „óskiljanlegt“ að 67 ára maður setji út á líkama hennar

Gordon Ramsey ásamt dóttur sinni Tilly Ramsa. Sú síðarnefnda lætur …
Gordon Ramsey ásamt dóttur sinni Tilly Ramsa. Sú síðarnefnda lætur ekki vaða yfir sig og lét útvarpsmanninn Steve Allen heyra það þegar hann lét ófögur orð falla um hana. Ljósmynd/Facebook

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Tilly Ramsay lætur útvarpsmanninn Steve Allen heyra það á instagram. Steve sagði í morgunþætti á LBC: „Ég er strax orðinn leiður á henni“ – en Tilly keppir um þessar mundir í raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing. Steve hætti ekki þarna heldur hélt áfram: „Hún er lítil bolla, hafið þið ekki tekið eftir því. Hlýtur að vera eldamennsku pabba hennar að kenna“,  en pabbi Tilly er enginn annar en hinn kjaftfori Gordon Ramsay.

Tilly er einungis 19 ára gömul og hún er með munninn fyrir neðan nefið. Hún segir að það að gera grín af líkama hennar og útliti sé algjörlega fyrir neðan allar hellur. Að 67 ára gamall maður leyfi sér að segja þetta í útvarpi sé óskiljanlegt.

Og ég skil þetta ekki heldur! Tilly segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn og ekki síðasta sinn sem einhver leyfir sér að setja út á líkama hennar og hún hafi lært að taka það ekki inn á sig. En orð særa, og minnir Tilly á að hún sé bara 19 ára.

Ég vona að Gordon kveiki á þokulúðrinum sínum núna.

View this post on Instagram

A post shared by Gordon Ramsay (@gordongram)

View this post on Instagram

A post shared by Gordon Ramsay (@gordongram)mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir