Máni: „Ég fer með bænir á hverjum einasta degi“

Þorkell Máni Pétursson stjórnaði Harmageddon í 14 ár með Frosta …
Þorkell Máni Pétursson stjórnaði Harmageddon í 14 ár með Frosta Logasyni en þeir hafa nú báðir snúið sér að öðru. Máni þreytti persónuleikaprófið 20 ógeðslega mikilvægar spurningar í Síðdegisþættinum á dögunum. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Máni Pétursson sem er oft kenndur við útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu, sem hann stýrði í 14 ár ásamt Frosta Logasyni þar til í lok september sl., mætti í Síðdegisþáttinn til Loga Bergmanns og Sigga Gunnars þar sem hann þreytti persónuleikaprófið „20 ógeðslega mikilvægar spurningar“. 

Kom þar ýmislegt í ljós um fjölmiðlamanninn sem meðal annars játaði því að hann trúði á guð eða æðri mátt sem kann að koma einhverjum hlustendum Harmageddon á óvart. 

„Ég trúi á æðri mátt. Ég fer með bænir á hverjum einasta degi. Þó að við höfum haldið uppi miklum trúleysisþætti get ég eiginlega fullyrt að Frosti Logason gerir það líka. Við létum báðir prest gifta okkur,“ sagði Máni og bætti við: „Frosti gekk skrefinu lengra og gifti sig í kirkju.“

Þorkell Máni Pétursson, oftast kallaður Máni , segist vera með …
Þorkell Máni Pétursson, oftast kallaður Máni , segist vera með skoðanir á öllu í Síðdegisþættinum.

Góður þáttur ef einhver kallaði þá hálfvita

Sagði hann að eitt af markmiðunum hjá þeim Frosta með Harmageddon hafi verið að gera fjölmiðil sem var meira eins og þeir vildu hafa fjölmiðla.

„Mælikvarðinn hjá okkur var alltaf þannig að ef það var einhver að kalla okkur hálfvita á samfélagsmiðlum þá vorum við alveg: Já þetta var góður þáttur í dag,“ sagði Máni.

Sagði hann það vera skrýtið að reyna að hafa ekki a skoðanir á öllu eftir Harmageddon en hann segist vera að reyna að venja sig af því að tjá sig til dæmis á samfélagsmiðlum um heit málefni.

„Það er bara svo leiðinlegt. Það eru alltaf bara einhvern veginn allir í slag á samfélagsmiðlum,“ sagði hann. 

 „Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi“

Þá ræddi Máni um sjálfshjálparbókina „Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi“ er væntanleg í lok nóvember en bókin er komin í forsölu

„Sjálfshjálparbók fyrir karlmenn sem vita að sjálfshjálparbækur eru bara fyrir aumingja,“ útskýrði Máni sem segist hafa skrifað bókina ekki vegna þess hve klár hann sé heldur vegna þess hve „ógeðslega gallaður“ hann sé. Bókin á, að sögn Mána, að leiðbeina karlmönnum að vera eins konar skásta útgáfan af sjálfum sér og er mjög auðlesin.

Máni hefur þó nóg annað fyrir stafni um þessar mundir en hann er meðal annars umboðsmaður fyrir þrjá af vinsælustu tónlistarmönnum landsins, GDRN, Jón Jónsson og Friðrik Dór og er auk þess að markþjálfa en hann er einnig að spá í að byrja með hlaðvarpsþátt. 

Í 20 ógeðslega mikilvægum spurningum fór Máni um víðan völl með Sigga og Loga en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir