Heimagerður tölvuleikjaís slær í gegn

Sjávarsaltsísinn spilar ákveðið hlutverk í Kingdom Hearts tölvuleikjunum.
Sjávarsaltsísinn spilar ákveðið hlutverk í Kingdom Hearts tölvuleikjunum. Skjáskot

Ís sem er innblásinn af vinsæla tölvuleiknum Kingdom Hearts, sem er eins konar sam­blönduðum Disney- og animeheimi hefur slegið í gegn bæði meðal aðdáenda tölvuleiksins sem og annarra. 

Er um að ræða bláan sjávarsaltsís sem kemur fyrst fram í Kingdom Hearts II en ísinn er líklega innblásinn af sambærilegum Ís sem er hægt að fá í Disneylandi í Tókíó.

Maðurinn á bakvið vinsælu youtuberásina Babish Culinary Universe, tók sig til og gerði ísinn heima en hér er einföld uppskrift af ísnum vinsæla – sem er bæði sætur og saltur. 

Sjávarsaltsís úr Kingdom Hearts

  • 1 ½ bolli af mjólk

  • 1 ½ bolli af rjóma

  • ¾ bolli sykur

  • 3 teskeiðar af maíssterkju

  • 1 teskeið af sjávarsalti

  • Blágrænn matarlitur (Eða samblanda af bláum og grænum matarlit)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir