Það nýjasta á Netflix og öðrum veitum

Kynlíf, vísindaskáldskapur, rómantík eða grín? Það er nóg í boði …
Kynlíf, vísindaskáldskapur, rómantík eða grín? Það er nóg í boði fyrir sófakartöflurnar á streymisveitum um helgina. Samsett ljósmynd: Unsplash/Colourbox/Sjáskot

 K100.is tók saman kvikmyndir og þætti sem eru nýkomnir út á Netflix og öðrum veitum. 

Kvikmyndir og þættir á Netflix

Sex, Love & Goop

Leik­kon­an Gwyneth Paltrow og fleiri sérfræðingar hjálpa pörum að njóta ástarlífsins betur í þessum raunveruleikaþáttum sem eru nýkomnir á Netflix. 

Adventure Beast

Fullorðinsteiknimyndagrínþættinrir Adventure Beast eru nú komnir inn á Netflix. Dýraunnandinn Bradley Trevor Greive ferðast um heiminn, bjargar og rannsakar dýr. Hann kynnist áhugaverðum ferðafélögum og saman lenda þau í ýmsum mishættulegum ævintýrum.

Inside Job

Inside Job eru nýir teiknimyndaþættir fyrir fullorðna á léttu nótunum þar sem áorfendur fá að fylgjast með ákveðinni ríkisstjórn sem er á bak við allar helstu samsæriskenningarnar sem eru á sveimi.

 Maya and the Three

Áhugaverð teiknimynd um bardagaprinsessuna Mayu sem lifir í heimi fullum af göldrum sem skiptist í fjögur konungsríki. Hún leggur af stað í ævintýri til að uppfylla spádóm sem á að bjarga mannkyninu. 

 Kvikmyndir og þættir á HBO MAX

Dune 

Stórmyndin Dune er loks aðgengileg á HBO MAX. Myndin er byggð á einni best seldu vísindaskáldsögu heims með sama nafni eftir ameríska rithöfundinn Frank Herbert. Myndin fylgir eftir hetjunni Paul Atreides sem þarf að ferðast til hættulegustu plánetu heims til að tryggja framtíð fjölskyldu sinnar – og fjölda annarra. 

Kvikmyndir og þættir á HULU

The Bachelorette

18 sería af The Bachelorette byrjaði á Hulu á miðvikudag og er fyrsti þátturinn nú meðal annars aðgengilegur á Sjónvarpi Símans Premium. Nú er það kennarinn Michelle Young sem leitar að ástinni meðal fjölda álitlegra piparsveina. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir