Stal senunni í Vatíkaninu og reyndi að taka kollhúfu páfans

Drengur nokkur stal algjörlega athyglini í Vatíkaninu á miðvikudag með …
Drengur nokkur stal algjörlega athyglini í Vatíkaninu á miðvikudag með því að ásælast kollhúfu Frans páfan. Skjáskot @Reuters

Ungur drengur stal senunni á miðvikudag þegar hann reyndi að taka kollhúfuna af höfði Frans páfa í Vatíkaninu. Páfinn tók atvikinu af yfirvegun lofaði barnslegt frelsi í ræðu sinni í kjölfarið.

Drengurinn fékk sæti við hlið páfans eftir að það varð ljóst að hann vildi vera nálægt páfanum og gekk hann nokkrum sinnum upp og niður af sviðinu á meðan páfinn ávarpaði salinn.

Drengurinn, sem páfinn greindi sagði að væri með einhvers konar fötlun, gerði öllum ljóst með ýmsum bendingum að hann vildi fá kollhúfu páfa og reyndi sjálfur að ná í húfuna. Hann fékk að lokum sambærilega kollhúfu og gekk glaður af sviðinu með húfuna á kollinum.

Atvikið skemmtilega má sjá hér að neðan.

Frétt af Reuters

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir