Herbert á von á sannri ást í desember

Herbert pantaði sér nákvæmlega eins gleraugu og Bono en þeir …
Herbert pantaði sér nákvæmlega eins gleraugu og Bono en þeir þykja nokkuð áþekkir.

Herbert Guðmundsson gefur út nýtt lag, lagið „Með stjörnunum“ og hefur verið sagt besta lagið hans frá 1985 en það ár kom einmitt hans vinsælasta lag út, lagið Can't Walk Away. Hann ræddi um lagið, stíl sinn og um trúmál í morgunþættinum Ísland vaknar – og fékk svo áhugaverðan spádóm frá Ellý Vilhjálms.

Herbert mætti í stúdíóið með nýjustu gleraugun sín sem hann segir að séu nákvæmlega sömu gleraugu og tónlistarmaðurinn Bono á sjálfur en kollegarnir hafa stundum verið sagðir nokkuð áþekkir í útliti og stíl. Er um að ræða smekkleg Oliver Peoples hringlaga og fjólublá sólgleraugu sem kosta um 500 dollara en Herbert pantaði sér tvö stykki af gleraugunum í mismunandi litum.

„Ég sá Bono með svona gleraugu. Ég pantaði bara frá Oliver Peoples í L.A., alveg eins gleraugu,“ sagði Herbert. „Ég er með tvær týpur. Önnur sem eru aðeins ljósari þannig að þú sérð betur í augun svo ef það er sól og svona úti þá eru hin aðeins dekkri,“ bætti hann við. 

Spákonan Ellý Vilhjálms sem leysti Kristínu Sif af í þættinum spáði fyrir Herberti í þættinum og færði honum þær fréttir að hann mætti eiga von á sannri ást í desember og fengu fréttirnar frábærar undirtektir í stúdíóinu. 

Hlustaðu á viðtalið við Herbert og spádóm Ellýjar í spilaranum hér að neðan en heyra má nýja lagið hans Herberts hér.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir