Heilbrigðisstarfsmenn partur af fjölskyldum langveikra barna

Þórunn Eva og Fríða Björk standa fyrir Míuverðlaununum sem haldin …
Þórunn Eva og Fríða Björk standa fyrir Míuverðlaununum sem haldin voru í gær. Eru verðlaunin á vegum Míu Magic en Þórunn er höfundur barnabókarinnar Mía fær lyfjabrunn sem fjallar um langveika stúlku. Brúða af stúlkunni og bókin fylgir svo með mánaðarlegu Míuboxi sem gefin eru langveikum börnum af samtökunum Mía Magic. Á myndinni má sjá son Þórunnar Erik Val Kjartansson ásamt Míubrúðunni. Ljósmyndir/Mía Magic

Þórunn Eva G Pálsdóttir og Fríða Björk Arnardóttir eru mæður langveikra barna en þær standa fyrir Míuverðlaununum svokölluðu á vegum Míu Magic sem voru afhent í gær í annað sinn. Þórunn er sjálf höfundur barnabókarinnar Mía fær lyfjabrunn sem fjallar um langveika stúlku en brúða af stúlkunni og bókin um hana fylgir svo með mánaðarlegu Míuboxi sem gefin eru langveikum börnum og foreldrum þeirra af samtökunum Mía Magic.

Míuverðlaunin eru verðlaun til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt en 42 heilbrigðisstarfsmenn voru heiðraðir í gær en Gunnlaugur Sigfússon, barnahjartalæknir á Barnaspítala hringsins vann Míuverðlaunin en Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra afhenti þau ásamt Auði Gunni listakonu hjá AG keramik sem hannaði verðlaunin.

Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra afhenti Gunnlaugi Sigfússyni, barnahjartalækni …
Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra afhenti Gunnlaugi Sigfússyni, barnahjartalækni á Barnaspítala hringsins Míuverðlaunin í gær ásamt Auði Gunni listakonu hjá AG keramik sem hannaði verðlaunin. Mía Magic

Þórunn og Fríða ræddu um verðlaunin og upplifun sína á því að eiga langveikt barn á Íslandi í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun. 

„Ég veit ekki hvort þau gera sér grein fyrir því, starfsfólkið, að þetta er stór partur af okkur. Okkur þykir svo vænt um hvað það eru að gera fyrir okkur og sérstaklega börnin okkar. Þetta er stór hluti af fjölskyldunni þegar maður er búinn að vera í mörg ár inni á Barnaspítalanum,“ sagði Fríða í viðtalinu en báðar sögðu Þórunn og það vera ákaflega erfitt að ala upp langveikt barn með lítinn sem engan stuðning og ræddu um það í viðtalinu.

„Það er miklu dýrara fyrir heilbrigðiskerfið að við séum bara núna búnar en að hafa hjálpað okkur í gegnum þetta,“ sagði Þórunn.

Hlustaðu á allt viðtalið við Þórunni og Fríðu í Ísland vaknar hér að neðan en hægt er að fylgjast með Míu Magic á vefsíðu samtakanna og á Instagram og Facebook

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir