Gagnrýna ljósan húðlit Beyoncé í nýrri auglýsingu

Svo virðist sem litur húðar Beyoncé hafi verið gerður ljósari …
Svo virðist sem litur húðar Beyoncé hafi verið gerður ljósari í nýrri auglýsingu frá Tiffany & Co. ALEXANDRA BEIER

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Ný auglýsing frá skartgripafyrirtækinu Tiffany & Co. hefur vakið mikið umtal, en hjónin Beyoncé og Jay Z eru þar í aðalhlutverki ásamt dóttur sinni Blue Ivy.

Ástæða umtalsins er húðlitur B, en svo virðist sem mikil litabreyting hafi verið gerð á húð hennar, og segja gagnrýnendur að hún líti út fyrir að vera hvít evrópsk kona. Beyoncé hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að láta auglýsinguna fara svona í gegn, en fróðir menn segja að það sé áhyggjuefni að senda þau skilaboð út að hvítari húð sé fallegri en dekkri. 

Það þarf ekki annað en að skoða instagrammið hjá Beyoncé til að sjá að hún er í raun með mun dekkri húðlit en auglýsingin gefur til kynna. 

Sjá má auglýsinguna hér að neðan. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir