„Ég vil að þetta sé svona „fokk it“ lag fólks“

OWZA gaf út lagið THRILLS sem er fyrsta lagið á …
OWZA gaf út lagið THRILLS sem er fyrsta lagið á væntanlegri smáskífu hennar sem mun bera nafnið Zzz.

Ása Margrét Bjartmarz er konan á bak við upprennandi tónlistarkonuna OWZA en hún gaf út glænýtt popplag, lagið THRILLS sem verður sýnishorn af hennar fyrstu smáskífu sem ber nafnið „Zzz“.

„Ég vil að þetta sé svona „fokk it“ lag fólks sem, rétt eins og ég, þarf að flýja frá raunveruleikanum þótt það þýði að vera kærulaus og kaótísk,“ segir OWZA í tilkynningu. 

Kemur þar fram að OWZA semji tónlist sýna með því að setja sig í hugarheim leikara út ýmsum kvikmyndasenum og kvikmyndavæði þannig tónlistina. Segir hún lagið THRILLS innblásið af poppi, trappi og R&B tónlist.

Hægt er að hlusta á nýja lagið THRILLS með OWZA hér. 


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir