Samstaða á samfélagsmiðlum gerði drauminn mögulegan

Samtök sem kalla sig The Dream Machine Foundation deildu myndbandi …
Samtök sem kalla sig The Dream Machine Foundation deildu myndbandi á TikTok af Tony Rojas, heimilislausum manni sem dreymir um að opna matarvagn. Tókst þeim að safna fyrir hann 40 þúsund dollurum í gegnum samfélagsmiðilinn fyrir Rojas svo draumur hans gæti ræst. Skjáskot

Kokkur að nafni Tony Rojas átti ansi erfitt ár í fyrra eftir að hafa misst starf sitt í alheimsfaraldrinum. Hann hefur neyðst til að búa í sendiferðabílnum sínum síðustu 18 mánuði en alltaf þráð að geta farið aftur að sinna ástríðu sinni - eldamennskunni.

Til allrar lukku virðist sá draumur ætla að rætast nú eftir að hálfgerð draumasamtök áttu í samskiptum við Tony.

Samtök sem kalla sig The Dream Machine Foundation ferðast víðsvegar um Bandaríkin til að reyna að hjálpa sem flestum sem glíma við hina ýmsu erfiðleika. Þau rákust á Tony á ferðalagi sínu þar sem hann deildi því með þeim að hann langaði svo mikið að opna matarvagn. Samtökin segjast strax hafa fallið fyrir einlægni og ástríðu Tony og vildu því mikið hjálpa honum svo að þau ákváðu að deila myndbandi af Tony á TikTok þar sem hann sagði stuttlega frá sögu sinni. Þar deildi hann því meðal annars að hann hafi alltaf elskað að elda og vildi ekki gefast upp.

Myndbandið sló algjörlega í gegn og á innan við sólarhring höfðu 35 milljónir horft á það. Út frá því settu Dream Machine samtökin upp styrktarsíðu fyrir Tony og náðu að safna 40 þúsund dollurum, sem jafngilda rúmum 5 milljónum íslenskra króna. Tony varð himinlifandi þrátt fyrir að hafa þótt þetta algjörlega súrrealískar aðstæður.

Hann getur ekki beðið eftir að færa viðskiptavinum sínum bros yfir ljúffengum mat úr nýja matarvagninum sínum. Samstaða á samfélagsmiðlum getur svo sannarlega verið kraftmikil og falleg!


 

mbl.is

#taktubetrimyndir