Peysur til minningar um hina þriggja ára Jennýju Lilju

Eva Ruza hannaði ásamt systur sinni Norom peysur til minningar …
Eva Ruza hannaði ásamt systur sinni Norom peysur til minningar um hina þriggja ára Jennýju Lilju. Samsett ljósmynd: Biggi Breiðfjörð/Norom

„Ég kláraði 10 kílómetrana með stæl,“ segir Eva Ruza Miljevic athafna- og stjörnufréttakona sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu með móður sinni á dögunum til styrktar Minningarsjóði Jennýjar Lilju en hún hefur nú ásamt systur sinni, Tinnu Miljevic, hannað peysur, í samvinnu við Norom, til að styrkja sjóðinn. 

Minningarsjóður var stofnaður í nafni Jennýjar Lilju og hefur sjóðurinn …
Minningarsjóður var stofnaður í nafni Jennýjar Lilju og hefur sjóðurinn styrkt ýmsa viðbragðsaðila ár hvert síðan Jenný Lilja lést árið 2015. Ljósmynd/Aðsend

Sjóðurinn var stofnaður í minningu Jennýjar Lilju sem lést í slysi árið 2015. Í ár var sjóðurinn að safna fyrir hjartastuðtæki í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var fyrst á vettvang slyssins – en sjóðurinn hefur árlega styrkt ýmsa viðbragðsaðila svo sem Landhelgisgæsluna og björgunarsveitir.  

Eva Ruza mætti eigin hönnun í stúdíó K100 á dögunum.
Eva Ruza mætti eigin hönnun í stúdíó K100 á dögunum.

Hannaðar með Jennýju og systkinin í huga

Eva Ruza ræddi við Ísland vaknar um Reykjavíkurmaraþonið og peysurnar á dögunum en þar lýsti hún meðal annars peysunum sem eru hannaðar með Jennýju og systkini hennar í huga, en hún var eineggja tvíburi.

Hjörtun tvö framan á peysunni tákna hana og tvíburasystur hennar, Dagmar Lilju, en hjartablöðrurnar á erminni eru táknrænar fyrir systkinin, sem eru fjögur.

1.000 krónur af hverri peysu renna til minningarsjóðsins en hægt er að kaupa peysurnar í netverslun Norom. 

Hlustaðu á Evu ræða um hlaupið og peysurnar í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir