Jessie J. er verkjuð nánast daglega

Jessie J. er verkjuð nánast daglega en læknar vita ekki …
Jessie J. er verkjuð nánast daglega en læknar vita ekki hvað hrjáir söngkonuna. AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Söngkonan Jessie J. greindi nýlega frá því að hún væri að glíma við óútskýrð veikindi sem lýsa sér þannig að hún finnur mikinn verk í hnakka og hálsi, og síðastliðna sex mánuði hefur hún verið verkjuð nánast daglega. 

Læknar vita ekki enn hvað er að hrjá hana, en vita þó að það tengist ekki raddböndunum hennar. Hins vegar hafa þessi veikindi áhrif á sönginn hjá henni, en Jessie sagði frá því í „instastory“ að hún hefði reynt að syngja lag sem hún vanalega kæmist léttilega í gegnum, en röddin hefði ekki ráðið við það. 

Sem betur fer eru dagarnir misjafnir og sumir betri en aðrir. 

Ég vona að hún Jessie mín jafni sig fljótt og örugglega.  

View this post on Instagram

A post shared by Jessie J (@jessiej)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir