Ný getnaðarvörn fyrir karlmenn vinnur til verðlauna

COSO er ný getnaðarvörn sem er í þróun en hún …
COSO er ný getnaðarvörn sem er í þróun en hún er algjörlega hormónalaus og afturkræf getnaðarvörn fyrir karlmenn.

Eins konar sána fyrir eistun gæti verið framtíðin í getnaðarvörnum fyrir karlmenn. 

Þýski vísindamaðurinn Rebecca Weiss er konan á bak við þróun nýrrar getnaðarvarnar, svokallað COSO, sem er algjörlega hormónalaus og afturkræf getnaðarvörn fyrir karlmenn. 

Hlaut hún hin fyrir þróun sína á getnaðarvörninni þýsku James Dyson verðlaunin á dögunum en getnaðarvörnin þykir lofa góðu.

Er um að ræða getnaðarvörn sem notandi fyllir af vatni og setur eistun ofan í, sem notast við bæði örhljóð (ultrasound) og ákveðið hitastig til að koma í veg fyrir sáðfrumumyndun.

Tilraunir hafa gengið vel og hafa reynst árangursríkar en þær hafa þó enn aðeins verið gerðar á dýrum en ekki mönnum. 

Þá kemur fram að COSO-getnaðarvörnin eigi að vera notuð með hjálp læknis í fyrsta skipti og að hún taki um tvær vikur að ná fullri virkni. Þarf notandi svo framvegis að nota hana á tveggja mánaða fresti til að hún virki sem skyldi en hægt er að sjá leiðbeiningar um notkun varnarinnar hér að neðan.

Í samtali Jason Dyson Awards við Wiess sagðist hún hafa verið hvött til að finna lausn á skorti á getnaðarvörnum fyrir karlmenn eftir að hún greindist með krabbamein sem olli því að hún þurfti að hætta á hormónagetnaðarvörn. Blöskraði henni þá skortur af getnaðarvörnum fyrir karlmenn.

„COSO býður upp á notendavæna getnaðarvörn sem er auðvelt að nota án þess að þurfa nokkurs konar líkamlegt inngrip, sem veldur ekki sársauka eða aukaverkunum, sem vitað er af,“ segir Weiss. 

Hér má sjá COSO getnaðarvörnina.
Hér má sjá COSO getnaðarvörnina.

Frétt af James Dyson Awards og New York Post.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir