Love Island stjarna landar risasamningi

Love Island stjarnan Millie Grace Court er ótrúlega vinsæl en …
Love Island stjarnan Millie Grace Court er ótrúlega vinsæl en hún fór úr 15 þúsund fylgjendum í 1,8 milljónir á Instagram á þeim vikum sem hún var í villunni. Hún hefur nú landað stærsta samningi sem nokkur keppandi Love Island hefur fengið. Hér má sjá hana ásamt Liam Reardon úr þáttunum en parið hefur verið óaðskiljanlegt síðan þau stóðu uppi sem sigurvegarar þáttanna vinsælu. Skjáskot

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Love Island stjörnurnar Liberty Poole og Millie Grace Court moka inn seðlunum eftir þátttöku sína í raunveruleikaþáttunum Love Island. 

Millie skrifaði nýlega undir stærsta samning sem keppandi úr þáttunum hefur fengið, við netfataverslunina Asos. 

Millie starfaði í innkaupadeild Asos fyrir þátttöku sina í þáttunum og varð á örskömmum tíma ein skærasta og mest elskaða stjarnan úr þáttunum. 

Hún fór frá því að vera með rúm 15.000 fylgjendur yfir í 1.8 milljón fylgjendur á þessum vikum sem hún var inni í villunni. Asos hefur því séð verðmætin sem eru fólgin í Millie og lítur allt út fyrir að hún verði orðinn milljónamæringur fyrir lok þessa árs. 

Sömu sögu er að segja um vinkonu hennar Liberty Poole, en hún hefur á síðustu vikum skrifað undir þrjá risasamninga sem eiga að hlaða í veskið hennar sex stafa upphæð. 

View this post on Instagram

A post shared by ASOS (@asos)mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir