Strandverðir hjálpuðu 95 ára konu að njóta strandarinnar

Strandverðir á Orange Beach í Alabama, Bandaríkjunum hjálpuðu 95 ára …
Strandverðir á Orange Beach í Alabama, Bandaríkjunum hjálpuðu 95 ára gömlu Dottie að njóta lífsins á ströndinni en hún á erfitt með gang í sandinum. Skjáskot af instagram

Góðverkum heimsins eru svo sannarlega engin takmörk sett. Það er svo dásamlegt þegar fólk lætur gott af sér leiða og sýnir hlýju og umhyggju.

Strandverðir á Orange Beach í Alabama, Bandaríkjunum leggja mikið upp úr góðmennsku og vilja gera allt til þess að gestir Orange Beach nái að njóta lífsins.

Má þar nefna frú Dottie Schneider, sem er 95 ára gömul kona sem elskar ströndina. Því miður á hún mjög erfitt með að ganga í sandinum og fékk hún því aðstoð frá strandvörðunum með stóru hjörtun.

Í heila viku heimsótti Dottie Orange Beach daglega og fékk þessa líka dásamlegu þjónustu þar sem strandverðirnir sóttu hana og báru hana í fanginu að góðum og þægilegum sólbaðsstól í skugganum.

Í lok dags fylgdu þeir henni svo til baka í íbúð sína. Fjölskylda frú Dottie var himinlifandi við þetta fallega framtak strandvarðanna og sýndi þeim þakklæti með því að færa hópnum ísskáp stútfullan af mat.

Dásamlegt!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir