Grét gleðitárum þegar nágrannarnir komu henni á óvart

Janae brotnaði niður af gleði þegar hún sá allar snjókúlurnar …
Janae brotnaði niður af gleði þegar hún sá allar snjókúlurnar sem nágrannarnir höfðu gefið henni eftir að allt safnið hennar brotnaði. Skjáskot úr myndskeiði

Hin 15 ára gamla Janae hefur gengið í gegnum ýmislegt á undanförnum árum og sýnt mikla þrautseigju og styrk. Hún glímir við genasjúkdóminn Williams Syndrome og hefur þurft að fara í tvær opnar hjartaaðgerðir.

Janae elskar snjókúlur, þessar úr glerinu með sjónum inn í sem maður hristir, og hefur safnað þeim lengi. Hún lenti í því leiðinlega atviki nú á dögunum að hún vaknaði við að snjókúlusafnið hennar féll niður á gólf og kúlurnar brotnuðu.

Janae var algjörlega eyðilögð yfir þessu og hafði miklar áhyggjur af því að þeir sem gáfu henni kúlurnar yrðu vonsviknir. Einnig hræddist hún að hún gæti aldrei endurheimt þessar snjókúlur. Frænka hennar ákvað því að reyna að hjálpa til og deildi stuttri frétt á Facebookhóp fyrir nágranna í hverfi Janae og fjölskyldu.

Þar deildi hún sögu Janae og spurði fólk hvort það gæti mögulega lagt henni lið með því að gefa gamlar snjókúlur sem það hefði ekki not fyrir lengur eða væri til í að selja ódýrt. Nágrannarnir brugðust fljótt við og gáfu fjöldann allan af fallegum snjókúlum.

Fjölskylda Janae kom henni svo aldeilis á óvart með þessari fallegu gjöf nágrannanna og voru viðbrögð stúlkunnar algjörlega ómetanleg og dásamleg. Hún grét af gleði og var alveg ofboðslega ánægð með þetta nýja safn sitt. Svo fallegt og áfram samstaða!
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir