Ye heitir nú formlega Ye

Rapparinn sem er þekktur undir nafninu Kanye West heitir nú …
Rapparinn sem er þekktur undir nafninu Kanye West heitir nú formlega Ye. Ekkert millinafn og ekkert eftirnafn. AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Kanye West hefur nú fengið pappíra í hendurnar frá dómara sem hefur samþykkt nafnbreytingu sem hann sóttist eftir. Kanye hefur kallað sig Ye í mörg ár, og nú hefur fæðingarvottorði hans verið breytt og nafnið er einfalt – Ye. Ekkert millinafn, ekkert eftirnafn – bara Ye.

Nú velta miðlarnir því fyrir sér hvað Kim gerir. En hún hefur frá upphafi sambands þeirra, og eftir skilnaðinn, haldið West-eftirnafninu, en hún heitir Kim Kardashian West. Einnig bera börnin þeirra fjögur eftirnafnið West. Nú er ég mikið að hugsa hvort börnin haldi samt ekki eftirnafninu West, þó að lagalega séð sé það ekki hans lengur og ekki lengur það sem pabbi þeirra heitir.

Ye á það til að flækja líf sitt svo mikið, þó að nafnið sé eins einfalt og hægt er að hafa það. Ég reikna nú samt með því að kalla kappann áfram Kanye. Vona að hann fyrirgefi mér það.

View this post on Instagram

A post shared by TMZ (@tmz_tv)


mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir