Manuela: „Hagsýna húsmóðirin er „mættust““

Manuela Ósk Harðardóttir
Manuela Ósk Harðardóttir Instagram

Manuela Ósk Harðardóttir athafnakona og framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland er nú á fullu að undirbúa undir vinnuferð, ásamt fegurðardrottningunni Elísu Gróu, Miss Universe Iceland, til Washington í Bandaríkjunum í vikunni en í ferðinni fær sú síðarnefnda þjálfun og verður undirbúin fyrir Miss Universe-fegurðarsamkeppnina í Ísrael.

Manuela ræddi um það sem framundan er í Helgarútgáfunni á dögunum en hún ákvað að vera sérstaklega hagsýn og nýta ferðina meðal annars til að kaupa jólagjafir á netinu sem hún fær sent á heimilið þar sem hún dvelur.

„Ég er búin að vera ótrúlega sniðug. Hagsýna húsmóðirin er mættust,“ sagði Manuela í viðtalinu. 

„Ég verð í heimahúsi sem gerir þetta ennþá þægilegra,“ sagði hún og bætti við að þetta væri auðvitað vinnuferð.

„Ég þori ekki að taka sénsinn á að ég komist hreinlega í einhverjar búðir nema bara í eina „Targetferð.“

Hlustaðu á Manuelu ræða um ferðina og um síðustu helgi í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir