Unglingsstúlka byrjaði að mála í Covid og hefur nú slegið í gegn

Makenzy, 14 ára gömul stúlka, hefur sannarlega slegið í gegn …
Makenzy, 14 ára gömul stúlka, hefur sannarlega slegið í gegn eftir að hún deildi listaverkum sínum á samfélagsmiðlum. Skjáskot af instagram @makenzy_beard

Hin 14 ára gamla Makenzy Beard er búsett í Wales í Bretlandi og hefur gaman af því að mála. Þetta áhugamál hennar fór að þróast í Covid og hefur hún sérstakt dálæti á að mála andlitsmyndir af brosandi einstaklingum. Eitt af hennar fyrstu verkum var af andliti bóndans Johns Tuckers sem býr við hliðina á Makenzy og fjölskyldu. Hún birti myndina á Facebook sem fór svo fljótlega sem eldur í sinu um netið og segja má að hún hafi algjörlega slegið í gegn. Í kjölfarið fóru margir að hafa samband og vildu fjárfesta í listaverki eftir þessa ungu og hæfileikaríku listakonu. Nú hefur hún til dæmis fengið tilboð upp á rúma milljón íslenskra króna fyrir eitt verk.

Makenzy segist hafa ákveðið að prófa að mála þegar hún hafði mikinn frítíma sökum alheimsfaraldursins. Mamma hennar var alltaf dugleg að mála og það hvatti Makenzy til þess að prófa sig áfram í listinni. Hingað til hefur henni aldeilis tekist að blómstra þar sem hún hefur meðal annars sýnt á sumarsýningu fyrir ungt og efnilegt listafólk og fengið fyrirspurnir frá ýmsum listagalleríum. Uppáhalds listaverk Makenzy er einlæg andlitsmynd sem hún málaði af afa sínum en hún ætlar aldrei að selja það verk þar sem henni þykir of vænt um það, skiljanlega.

Svo dásamlegt þegar fólk getur blómstrað í nýjum ástríðum og það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með Makenzy og listsköpun hennar í framtíðinni!

Frétt af Good News Network.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir