Fólk taldi hann galinn en hefur nú selt 100 þúsund máltíðir

Góðgerðarveitingastaðurinn Taste Community Restaurant hefur verið starfandi frá 2017 og …
Góðgerðarveitingastaðurinn Taste Community Restaurant hefur verið starfandi frá 2017 og hefur nú selt 100 þúsund máltíðir með því fyrirkomulagi að hver og einn ákveður hvað hann vill borga fyrir matinn. Skjáskot af Instagram @tasteproject_

Veitingastaðurinn Taste Community Restaurant í Texas er óhagnaðardrifið fyrirtæki sem sérhæfir sig í hádegismat á viðráðanlegu verði. Þegar ég segi viðráðanlegu meina ég að hver og einn viðskiptavinur hefur frelsi til að borga það sem hann hefur tök á. Nú á dögunum seldi þessi frábæri veitingastaður sína hundraðþúsundustu máltíð en hver og ein máltíð er seld með mikilli góðmennsku.

Framkvæmdastjóri staðarins Jeff Williams segir þetta hafa verið ótrúlega skemmtilegt ferðalag og hlakkar til að sjá staðinn halda áfram að blómstra. Hann opnaði veitingastaðinn árið 2017 með þessa skemmtilegu hugmynd um frelsi hvers og eins til að greiða það sem hentar best. Williams segir að fólk hafi talið hann galinn á sínum tíma en hingað til hefur reksturinn gengið vel og þeir sem hafa tök á að styrkja hann eru mjög duglegir að gera það. Hann segir greinilegt að fólki finnist gaman að gefa og er virkilega þakklátur fyrir að geta látið öllum viðskiptavinum sínum líða vel og upplifað gæðastund á Taste Community.

 Frétt af Tanks Good News.

mbl.is

#taktubetrimyndir