Vilja fá sönnun þess að Bryant sé heil á geði eftir slysið

Vanessa Bryant missti eiginmann sinn og dóttur í þyrluslysinu afdrifadríka …
Vanessa Bryant missti eiginmann sinn og dóttur í þyrluslysinu afdrifadríka þann 26. janúar í fyrra. Hún lögsótti lögregluna í L.A. eftir slysið eftir að starfsmaður innan lögreglunar deildi myndum af líkum Kobe og Gigi. AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Vanessa Bryant, eiginkona Kobe Bryants heitins, lögsótti lögregluna í L.A. eftir slysið hörmulega sem tók líf Kobe, Gigi dóttur þeirra og 7 annarra. Ástæða lögsóknarinnar er sú að starfsmaður innan lögreglunnar deildi myndum af líkum Kobe og Gigi frá slysstað. Þessi aðili sýndi víst barþjóni á veitingastað myndirnar eftir að hafa unnið á vettvangi.

Nú er svo komið að L.A. County vill að Vanessa og fjölskylda hennar skili inn vottorði frá geðlækni um að þau séu heil á geði eftir slysið. Vilja þeir með því sanna að mögulega hafi áfallið af völdum slyssins verið svo mikið fyrir Vanessu að hún hafi ekki verið með réttu ráði þegar hún lögsótti deildina.

Stoppum aðeins hérna ...

HA? Ég er eiginlega brjáluð að segja ykkur frá þessu máli. Sú vanvirðing sem Vanessu og fjölskyldu hennar er sýnd með þessu er ótrúleg. Ég er orðlaus.

Ég vona að Vanessa troði þessu vottorði upp í opið geðið á þeim og sýni þeim í tvo heimana.

View this post on Instagram

A post shared by New York Post (@nypost)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir