Þetta eru bestu ráðin fyrir verslunarferðina að sögn Camy

Camilla deildi nokkrum góðum ráðum fyrir verslunrferðina á K100.
Camilla deildi nokkrum góðum ráðum fyrir verslunrferðina á K100. K100/Colourbox

Camilla Rut samfélagsmiðlastjarna mætti í Ísland vaknar í morgun og deildi þar nokkrum nauðsynlegum ráðum fyrir verslunarleiðangurinn í matvörubúðinni til að vera sem fljótust og laus við allt stress. 

Sjálf starfaði hún sem kassadama á unglingsárum og safnaði ýmsum ráðum í starfinu sem hún segir að hafi komið sér vel. 

1. Leggja nálægt kerruskýli. Camilla bendir á að mikil samkeppni sé yfirleitt um stæði við innganginn og því oft lítið af stæðum þar. Þá mælir hún frekar með að leggja nálægt kerruskýli því það bæði auðveldi og stytti tímann sem fer í að skila kerrunni – sérstaklega með börnin í bílnum eða í leiðinlegu veðri. 

2. Taka með fjölnotapoka. Betra fyrir umhverfið en einnig er mun þægilegra að bera pokana og raða í þá. „Það er ákveðinn strúktúr í þeim. Það er auðveldara, þá haldast vörurnar aðeins betur,“ sagði Camilla sem opnar pokana jafnframt og gerir þá tilbúna á meðan hún bíður á kassanum.

3. Raða í ákveðinni röð á beltið. Camilla mælir með því að hafa ákveðið skipulag þegar maður raðar á beltið við innkaupakassann. Hún byrjar á að raða öllu „hörðu“ fyrst, svo sem mjólk, appelsínusafa og ólífuolíu, sem er gott neðst í pokana og þannig flýtir hún fyrir því að raða matvörunum. „Þetta er góður grunnur fyrir það sem koma skal,“ sagði Camilla. 

„Ég er yfirleitt „kvissbammbúmm“. Er yfirleitt bara á sama tempói og afgreiðslumanneskjan,“ sagði Camilla sem segir þessi ráð sporna við stressinu í verslunarferðum en hægt er að hlusta á allt spjallið við hana í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir