Lights on the Highway snúa aftur úti í hrauni

Hljómsveitina Lights on the Higway skipa þeir Kristófer Jensson söngvari, …
Hljómsveitina Lights on the Higway skipa þeir Kristófer Jensson söngvari, Agnar Eldberg Kofoed Hansen gítarleikari, Karl Daði Lúðvíksson á bassa og Þórhallur Reynir Stefánsson trommari en fyrstu tónleikar þeirra í tæpan áratug verða í lok október.

Hljómsveitin Lights on the Highway hefur tekið til starfa á ný eftir langt hlé og verða haldnir tvennir tónleikar 30. og 31. október. Ásamt bandinu mun Soffía Björg Óðinsdóttir tónlistarkona og lagahöfundur kynna nýtt efni af komandi plötu sinni. 

Verða tónleikarnir haldnir á fremur óvenjulegum stað, í Aurora basecamp sem er staðsett  í hrauninu við Krísuvíkurveg, rétt utan við Hafnarfjörð. Takmarkaður miðafjöldi er á tónleikana en hægt er að nálgast miða á tix.is.

Hljómsveitin hefur látið lítið fyrir sér fara í tæpan áratug en hún var stofnuð 2003 og hefur sent frá sér tvær breiðskífur. Hún átti farsæla spretti frá árinu 2003 til 2012 en þá tóku liðsmenn sér hlé til að sinna öðrum verkefnum.

Hljómsveitina skipa þeir Kristófer Jensson söngvari, Agnar Eldberg Kofoed Hansen gítarleikari, Karl Daði Lúðvíksson á bassa og Þórhallur Reynir Stefánsson trommari. Að auki mun Gunnlaugur Lárusson og Brain Pilice og Þorbjörn Sigurðsson úr Ensími og Dr. Spock spila með á tónleikunum.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir