Kóresk hljómsveit stekkur upp vinsældalistann

Vinsæla suður-kóreska hljómsveitin BTS er hástökkvari vikunnar með Coldplay en …
Vinsæla suður-kóreska hljómsveitin BTS er hástökkvari vikunnar með Coldplay en saman gáfu hljómsveitingar út lagið My Universe.

Lagið My Universe með suðurkóresku hljómsveitinni BTS og Coldplay er hástökkvari vikunnar en lagið hækkar um heil 26 sæti á Tónlistanum frá því í síðustu viku. Lagið er nú í 14. sæti á listanum. Dj. Dóra Júlía greindi frá þessu á K100 í gær.  BTS er með vinsælustu hljómsveitum heims og var meðal annars með mest seldu tónlistina á heimsvísu árið 2020. 

Nokkur glæný og spennandi lög eru á lista þessa vikuna en GDRN kemur sterk inn á listann með nýja seiðandi lagið Nýtt líf sem fer strax í 15. sæti. Lagið Earthquake með hljómsveitinni Lón, með þeim Valdimar Guðmundssyni, Ásgeiri Aðalsteinssyni og Ómari Guðjónssyni, er nýkomið á lista og er í 37. sæti. 

Elton John og Dua Lipa eru komin í fyrsta sæti með ofursmellinn Cold Heart PNAU Remix og Ed Sheeran er í öðru sæti með hittarann Bad Habits.

Tónlistinn, 40 vinsælustu lög landsins, er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðenda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. DJ Dóra Júlía kynnir listann á sunnudögum á K100 á milli 16.00 og 18.00. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify.

10 vinsælustu lög landsins þessa vikuna

  • 1. Elton John og Dua Lipa – Cold Heart 
  • 2. Ed Sheeran – Bad Habits
  • 3. The kid LARROI og Justin Bieber – Stay 
  • 4. Ed Sheeran – Shivers 
  • 5. Lil Nas X og Jack Harlow 
  • 6. Aron Can  FLÝG UPP 
  • 7. Olivia Rodrigo – good 4 you 
  • 8. The Weekend – Take My Breath 
  • 9. Glass Animals  Heat Waves
  • 10. Lil Nas X – THAT'S WHAT I WANT 

Listann í heild sinni finnur þú með því að smella hér en hægt er að hlusta á hann á Spotify.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir