Fær ofurkrúttlega hvatningu á hverjum degi

Sandy segir það vera besti hluti dagsins þegar skólabíllinn keyrir …
Sandy segir það vera besti hluti dagsins þegar skólabíllinn keyrir framhjá henni í göngutúrnum. Skjáskot

Eldri og heldri kona að nafni Sandy Reichert starfaði lengi sem kennari en er nú komin á eftirlaun. Hún hefur mikið dálæti á blaki og er dugleg að fara út að labba.

Á hverjum einasta morgni byrjar hún daginn sinn á göngutúr og á hverjum einasta degi keyrir sami skólabíllinn fram hjá henni. Út frá þessu hefur myndast ansi falleg og krúttleg hefð þar sem skólabílstjórinn flautar á frú Sandy og skólabörnin opna bílgluggana, veifa henni og hvetja hana áfram í göngutúrnum sínum.

Sandy segir þetta besta hluta dagsins síns sem virðist veita henni ómælda gleði. Svo fallegt og skemmtilegt!

mbl.is

#taktubetrimyndir