Ekki of seint að kaupa bitcoin

Víkingur Hauksson sérfræðingur í Bitcoin segir það alls ekki vera …
Víkingur Hauksson sérfræðingur í Bitcoin segir það alls ekki vera of seint að kaupa Bitcoin og bendir á að innan við hálft prósent jarðarbúa sé gagngert að nota Bitcoin sem verðmætageymslu.

Víkingur Hauksson, sjálfstæður fjárfestir og sérfræðingur í bitcoin segir það ekki vera of seint til fjárfesta á rafmyntinni bitcoin en hann útskýrði og ræddi rafmyntina verðmætu við Kristínu Sif, Jón Axel og Yngva Eysteins í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun en nú er verðið á myntinni um átta milljónir.

Sagði Víkíngur „alveg langt því frá“ að vera of seint að kaupa bitcoin.

„Við erum í rauninni á þeim stað núna sem flestir hafa heyrt um bitcoin. Maður sér oft tölur í fréttum, 150-200 milljón manns sem eiga bitcoin. En ef þú kafar dýpra og skoðar hverjir eru að nota bitcoin eins og það á að nota það – sem verðmætageymslu, þá eru þeir sem eiga yfir þúsund dollar og eru gagngert að safna og geyma, það er innan við hálft prósent jarðarbúa.

Markaðurinn er ein trilljón sirka. Þetta er að fara að sjúga í sig „value“ úr svo mörgum öðrum mörkuðum sem hafa breyst í verðmætageymslur vegna þess að peningur nú til dags heldur ekki virði,“ sagði Víkingur en hann útskírði það gaumgæfilega hvernig bitcoin uppfyllir mikilvægasta eiginleika penings að hans mati, sem er að flytja virði út nútíðinni inn í framtíðina. 

Bitcoin er það sjaldgæfasta sem til er

Þeir sem geymdu verðmætin sín í gulli – gull er takmörkuð auðlynd en það er samt nóg til í jarðskorpunni. Þetta snýst bara um tíma sem þarf til að grafa það upp.  Eftirspurnin kemur útaf því að það er sjaldgæft. Mannkynið hefur alltaf „value-að“ það sem er sjaldgæft. 

Bitcoin er núna það sjaldgæfasta sem til er. það er það eina í heiminum sem er algjörlega í endanlegu magni fyrir utan tímann sjálfan. Það er í raun það eina í heiminum sem hefur innbyggða vaxandi sjaldgæfni.

Þá viðurkenndi Jón Axel í viðtalinu að hann hefðu núna átt 16 milljarða í bitcoin ef hann hefði ekki týnt tölvunni sem hann notaði til að fjárfesta í myntinni. 

Hlustaðu á Víkíng ræða við Jón Axel, Kristínu Sif og Yngva Eysteins um bitcoin í Ísland vaknar í spilaranum hér að neðan en hægt er að fylgjast með honum á Twitter

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir