Fiskar dreifðu ástinni og mynduðu hjarta

Á Juno Beach í Flórída náðist á dögunum gullfalleg mynd …
Á Juno Beach í Flórída náðist á dögunum gullfalleg mynd af stórum hópi fiska sem mynduðu hjarta sem sást að ofan og náðist á filmu. Skjáskot af myndskeiði SWNS

Myndir geta svo sannarlega gripið falleg augnablik og náð að dreifa gleðinni. Á Juno Beach í Flórída náðist á dögunum gullfalleg mynd af stórum hópi fiska sem allir syntu saman í ákveðinni röð. Fiskarnir mynduðu hjarta sem sást að ofan og náðist á filmu áður en þeir hófu að synda í hringi.

Veitingastaðareigandi við ströndina að nafni Paul Dabill tók eftir þessu þegar hann flaug drónanum sínum yfir sjóinn í kring, sem hann gerir stundum til að skoða sjávarlífið. Hann var að leita að svokölluðum röndunga fiskum sem hann kom ekki auga á en í staðinn náði hann þessu ástríka augnabliki fiskahópsins.

Hjartalaga munstur fiskanna greip Paul strax og segir hann að þeir hafi haldið því í nokkrar sekúndur. Hann trúði ekki sínum eigin augum og segir að þetta hafi verið mjög einstök og falleg stund sem ég efa ekki. Virkilega gaman að fiskum sem dreifa ástinni!


Frétt af Good News Network

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir