Bjargaði ketti á síðustu stundu

Starfsmaður við lestarstöð í New York borg var svo sannarlega …
Starfsmaður við lestarstöð í New York borg var svo sannarlega fljótur að hugsa þegar að hann bjargaði lífi kattar af lestarteinum í síðustu viku. Skjáskot

Stundum skiptir miklu máli að vera á réttum stað á réttum tíma, sérstaklega þegar það kemur að því að bjarga degi einhvers. Starfsmaður við lestarstöð í New York borg var svo sannarlega fljótur að hugsa þegar að hann bjargaði lífi kisu í síðustu viku.

Kisan hafði dottið niður á lestarsteina í neðanjarðarstöð en starfsmaðurinn stökk til, hoppaði niður á teinana og bjargaði kisunni í tæka tíð.

 Þetta fallega góðverk náðist á myndbandi og má með sanni segja að þessi starfsmaður hafi sýnt mikla hetjuháð. Vel gert og við vonum að bæði kisan og starfsmaðurinn hafi það sem allra best!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir