„BDSM þarf ekki endilega að snúast um kynlíf“

Kristín Þórsdóttir, kynlífsmarkþjálfi, fræddi hlustendur um BDSM í morgunþættinum Ísland …
Kristín Þórsdóttir, kynlífsmarkþjálfi, fræddi hlustendur um BDSM í morgunþættinum Ísland vaknar í gær. Samsett ljósmynd: Hildur Ársælsdóttir/Colourbox

Kynlífsmarkþjálfinn Kristín Þórsdóttir fræddi hlustendur um BDSM heiminn í morgunþættinum Ísland vaknar í gær en hún stendur nú að rannsóknarvinnu á alls kyns hlutum sem tengist kynlífi. 

BDSM stendur fyrir bindingar, drottnun (e. domination) og sadómasókistaleiki og tengist í flestum tilfellum kynlífi. Þó ekki alltaf eins og Kristín benti á í þættinum.

Þá ræddi Kristín meðal annars við konu sem hefur stundað lífstílinn í sjö ár en Kristín segir að BDSM snúist að miklu leyti um samþykki og það að virða mörk hvors annars. Þá sagði hún það skipta afar miklu máli að dæma ekki. 

Sagði Kristín flóruna í BDSM vera afar fjölbreytta og að lífstíllinn sé mjög vinsæll í öllum löndum, meðal annars á Íslandi. 

Litakóðar og leyniorð vinsæl

Konan, sem Kristín talaði við, og vill ekki koma fram undir nafni, sagði henni frá mikilvægi þess, varðandi BDSM, að vera með manneskju sem maður þekkir og treystir. 

„Þetta er eins og þegar þú ferð á stefnumót og þú spyrð hvað þú fílar og fílar ekki. Eins og hún fílar að vera undirgefin og vill fá einhvern sem drottnar yfir sér,“ sagði Kristín. „Þá þarf að vera ótrúlega skýrt hver mörk hennar eru og hver mörkin hjá viðkomandi eru.“

Sagði hún marga nota annað hvort litakóða eða leyniorð til að láta vita hvenær farið er yfir eða nálægt mörkunum.

„Þá er rosa mikilvægt að stoppa strax. Þetta snýst um samþykki,“ sagði Kristín sem segir jafnframt afar mikilvægur hluti af BDSM að hafa svokallað „aftercare“ eftir á. 

„Sem er í rauninni að manneskjan sem er „yfir“ hinum að halda utan um og strjúka. Að þú finnir öryggið og nándina eftir á,“ sagði Kristín.

Lýsti hún jafnframt hvernig viðmælandi hennar lýsti tilfinningum sínum og upplifun varðandi BDSM en hún hefur eftir henni meðal annars að henni líði eins og hún fari út líkama sínum.

Hlustaðu á allt spjallið við Kristínu um BDSM í spilaranum hér að neðan en Kristín mælti einnig með að áhugasamir leituðu enn frekari upplýsinga á vefsíðu BDSM-samtakanna

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir