Ungt ofurkrútt lumar á mikilvægri lífsspeki

Lífið býður upp á ótrúlega fjölbreytni og erum við manneskjurnar jafn ólíkar og við erum margar. Hver og einn býr yfir sinni eigin visku og það er svo dásamlegt að geta lært ýmislegt af ungum sem öldnum. Hin kornunga, ofurkrúttlega og vitra Abby heldur úti instagramsíðunni alongcameabby með hjálp móður sinnar.

Nýlega birtist myndband á síðunni þar sem verið er að spjalla um lífið og þá kemur Abby með ansi mikilvæga lífsspeki: Fylgdu þínu og gerðu það sem þú gerir. Ekki láta aðra stjórna þér og allir eru einstakir. Reyndu að hugsa ekki um hvað aðrir segja og gerðu þitt.

Já, það má með sanni segja að þetta séu ansi góð ráð hjá Abby og líklega megum við flest taka þetta til okkar. Gerðu þitt og njóttu dagsins!

View this post on Instagram

A post shared by Upworthy (@upworthy)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir