Jón Jónsson er með ótrúlegan leyndan hæfileika

Jón Jónsson mætti í K100 Stúdíóið í Síðdegisþættinum og þreytti …
Jón Jónsson mætti í K100 Stúdíóið í Síðdegisþættinum og þreytti persónuleikaprófið 20 ógeðslega mikilvægar spurningar þar sem ýmislegt kom í ljós um tónlistarmannin vinsæla en hann gaf í dag út sína fyrstu plötu í 7 ár. K100

Jón Jónson gaf út glænýja plötu, Lengi lifum við, á miðnætti en þetta er fyrsta plata tónlistarmannsins síðan 2014. Hann opnaði sig af því tilefni í 20 ógeðslega mikilvægum spurningum í Síðdegisþættinum í gær þar sem ýmislegt kom í ljós en meðal annars sýndi Jón nokkuð undarlegan leyndan hæfileika. 

Jón Jónsson viðurkenndi að útgáfutónleikar væru ekki væntanlegir á næstunni enda sagðist hann skulda svo marga tónleika vegna Covid. 

„Ég er ekki ennþá búinn að halda tónleika sem eiga að vera í Hörpunni sem áttu að vera maí 2020 en verða í maí 2022,“ útskýrði Jón og taldi upp tónleika sem eru á dagskrá hjá honum á næstunni en meðal annars ætlar hann að halda 10 ára Wait For Fate afmælistónleika en sú plata var sú fyrsta sem hann gaf út, árið 2011.

„Ég get ekki endalaust verið bara: „Hér eru næstu tónleikar.“ Fólk bara aðra hverja helgi á einhverjum tónleikum. Ég gæti það ef við ættum heima í Danmörku. En það er aðeins erfiðara hér,“ sagði Jón glettnislega en hann viðurkenndi að mögulega fari hann eftir „nýja norminu“ eftir Covid sem hann segir að sé að halda útgáfutónleika ári eða meira eftir útgáfu plötu.

Hann þreytti, eins og áður kom fram, spurningar í persónuleikaprófinu 20 ógeðslega mikilvægar spurningar en hægt er að horfa á viðtalið og svör hans við spurningunum hér að neðan. Þar sýnir Jón meðal annars leyndan hæfileika sem uppskar mikil viðbrögð hjá Sigga og Loga í stúdíónu en það má sjá í kringum mínútu 13:30 í spilaranum.

Hér að neðan má heyra nýju plötuna, Lengi lifum við. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir